Um Preppbarinn

Um Preppbarinn

Verið velkominn á Preppbarinn, þar sem hollusta og ferskleiki mætast. Við erum meira en bara veitingastaður, við erum skuldbundin heilsunni þinni og viljum vera með þér í þínu ferðalagi.

Stefna fyrirtækisins

Við trúum að heilbrigðar matarvenjur þurfa ekki koma niður á bragði og á Preppbarnum, trúum við að matur er undirstaða af heilbrigðu lífi svo stefnan okkar er einföld:

  • Vera auðveldasta leiðin til að borða hollt
  • Bjóða upp á ferskt úrvals hráefni
  • Góða þjónustulund
  • Upplifun
  • Fjölbreytni

Samfélagsleg ábyrgð

Preppbarinn er meira en bara staður til að borða á. Á Preppbarnum hjálpum við fólki að ná markmiðum sínum, elta draumana sína og um leið stuðlum við að sjálfbærni í samfélaginu. Við kaupum flest okkar hráefni af íslenskum framleiðendum. Með því erum við að styðja við íslenska framleiðslu ásamt því að minnka kolefnisfótspor í leiðinni.

Við elskum að styrkja fólk í að gera það sem það brennur fyrir og þess vegna vinnum við markvisst að því að styðja íþróttafólkið okkar, sama í hvaða grein það er.

Fylgdu okkur í þessu gómsæta ferðalagi!

Við bjóðum þér að ganga til liðs með okkur í ferðalagi, hvort sem þú ert heilsufrík, matgæðingur eða einfaldlega að svala hungursþörf. Preppbarinn er hér til að tikka í það box fyrir þig.

Takk fyrir að velja Preppbarinn! ♥️

Scroll to Top